Frétt

Stundar Landsvirkjun ólöglegan innflutning á finnskum hrossaskít?

22. júní 2006

Landsvirkjun fær oft skringilegar spurningar vegna framkvæmdanna við Kárahnjúka. Lítil takmörk virðast fyrir því hverju menn trúa þegar þessar framkvæmdir eiga í hlut. Landsvirkjun svaraði nýlega erindi frá yfirdýralækni vegna fyrirspurnar Guðmundar Páls Ólafssonar, náttúrufræðings til embættis yfirdýralæknis. Guðmundi Páli hafði borist til eyrna að að finnskur hrossaskítur hefði verið fluttur inn í miklum mæli til að nota sem þéttingarefni í jarðvegssprungur í Kárahnjúkavirkjun.

Hér birtist svar Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar við fyrirspurn Guðmundar Páls Ólafssonar náttúrufræðings, sem yfirdýralæknir framsendi til Landsvirkjunar.

Viðhengi:
Svar Landsvirkjunar við erindi yfirdýralæknis

 

Fréttasafn Prenta