Frétt

Máttur martraða

24. júlí 2006

Óskar gerir röksemdafærslu Andra Snæs að umræðuefni sínu. Óskar segir meðal annars:

Draumalandið verður semsagt hámenningarsamfélag án jafnoka og er ekki laust við að fallega innpökkuð framtíðarsýnin fylli brjóstið lofti og víma ærlegs þjóðarstolts slævi raunveruleikaskyn lesandans eitt augnablik. Fyrr en varir taka þó viðvörunarbjöllur að klingja og innihald og framsetning hugvekjunnar verður býsna kunnugleg þegar líður á lesturinn og óþarfi er að velta vöngum lengi til að átta sig á samsvörun við margkveðin stef þjóðernishyggju.

Þar sem tilvitnanir og tilvísanir í greininni misfórust í meðhöndlun Morgunblaðsins er hún birt hér í lokaútgáfu Óskars.


Greinar sem skrifaðar eru undir nafni þurfa ekki að lýsa skoðunum fyrirtækisins. Greinarnar eru skrifaðar á ábyrgð höfunda.

Máttur martraða eftir Óskar Valtýsson

 

Fréttasafn Prenta