Frétt

Blaðamannafundur um Kárahnjúkastíflu og fyllingu Hálslóns

22. ágúst 2006

Á síðustu dögum hafa komið fram ýmsar efasemdir um öryggi stíflanna. Á blaðamannafundinum greindi alþjóðlegur hópur stífusérfræðinga Landsvirkjunar frá eftirliti sínu við hönnun stíflunnar. Frá árinu 2000 hafa þessir sérfræðingar fylgst með stíflugerðinni til að gefa góð ráð um gerð Kárahnjúkastíflu. Sérfræðingarnir eru óháðir og hafa þeir á síðustu dögum setið sinn sjötta fund á Íslandi til að fara yfir verkefnið.

 Blaðamannafundur um Kárahnjúkavirkjun og fyllingu Hálslóns 
Frá blaðamannafundinum um Kárahnjúkastíflu og Hálslón

Á fundinum kom fram að alltaf væri einhver leki úr öllum lónum og verður Hálslón þar engin undantekning. Samkvæmt reiknilíkani, sem nýlega hefur verið endurmetið er lekinn úr Hálslóni áætlaður um 5 rúmmetrar á sekúndu í upphafi, en talinn minnka eftir því sem framburður og set þéttir lónbotninn. Slíkur leki er hlutfallslega minni en þekkist úr öðrum lónum hérlendis.

Stíflusérfræðingar Landsvirkjunar
Stíflusérfræðingar Landsvirkjunar. Í ræðustól er Nelson Pinto.
Sitjandi til vinstri er Sveinbjörn Björnsson og til hægri er Kaare Hoeg.

 

Viðhengi:
Glærusýning um stíflumannvirki
Kárahnjúkastífla og Hálslón, nokkur efnisatriði
Greinargerð um fyllingu Hálslóns, rannsóknir á stíflustæði og hönnun og byggingu stíflumannvirkja
Greinargerð á ensku um fyllingu lónsins, rannsóknir á stíflustæði og hönnun og byggingu stíflumannvirkja

 

Fréttasafn Prenta