Frétt

Landsvirkjun og Íslenska óperan endurnýja samstarfssamning

29. ágúst 2006

Landsvirkjun hefur um árabil stutt við starfsemi Íslensku óperunnar. Bjarni Daníelsson, óperustjóri, og Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunnar, hafa skrifað undir samstarfssamning sem felur í sér að Landsvirkjun kemur að kostun á sýningum á óperunni The Rakes Progress eftir Stravinskji sem verður frumsýnd í febrúar 2007. 

The Rakes Progress er aðalverkefni Íslensku óperunnar á vormisseri 2007. Leikstjóri er Halldór E. Laxness og hljómsveitarstjóri er Kurt Kopecky. Einsöngvarar í sýningunni eru Jóhann Smári Sævarsson, Gunnar Guðbjörnsson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Ágúst Ólafsson, Sigríður Aðalsteinsdóttir, Ingveldur Ýr Jónsdóttir og Snorri Wium. Þess má geta að Halldór E. Laxness leikstýrði uppsetningu Óperunnar á Tökin hert sl. haust en sú sýning hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin í flokknum sígild og samtímatónlist fyrir árið 2005.

 

undirritun_operan_06_thorsteinn_bjarni
Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar (t.v.) 
og Bjarni Daníelsson,  óperustjóri við undirritun samningsins.

 

Fréttasafn Prenta