Frétt

Ný umhverfisstefna Landsvirkjunar

11. október 2006

Umhverfisstefna Landsvirkjunar

  • Landsvirkjun er í fararbroddi á sviði umhverfismála og stuðlar að sjálfbærri þróun í samfélaginu.
  • Landsvirkjun leggur áherslu á að þekkja umhverfisáhrif starfsemi sinnar og leitast við að lágmarka þau áhrif. Til þess að ná stöðugt betri árangri á þessu sviði eru þýðingarmiklir umhverfisþættir vaktaðir og markvisst unnið að umbótum.
  • Landsvirkjun tryggir  að öllum lagalegum kröfum á sviði umhverfismála sé fullnægt og setur sér strangari kröfur eftir því sem við á.
  • Landsvirkjun leggur áherslu á að starfsfólk sem og aðrir sem vinna fyrir fyrirtækið hafi yfir að ráða hæfni og þekkingu til að framfylgja  þessari stefnu fyrirtækisins.
  • Landsvirkjun kynnir stefnu sína í umhverfismálum opinberlega og gerir grein fyrir árangri fyrirtækisins í umhverfismálum og stuðlar þannig að opinni og málefnalegri umræðu.

Yfirmarkmið Landsvirkjunar í umhverfismálum

  1. Umgengni í sátt við lífríki og náttúru
  2. Betri nýting auðlinda
  3. Umhverfisslysalaus starfsemi
  4. Minni losun gróðurhúsalofttegunda
  5. Minni úrgangur

 

Fréttasafn Prenta