Frétt

Stjórn Landsvirkjunar tvöfaldar stuðning sinn við Ómar Ragnarsson

24. nóvember 2006

Ómar og samstarfsmenn hans munu einnig fá húsaskjól og fæði í búðum LV við Kárahnjúka á meðan á kvikmyndatökum stendur.

Landsvirkjun virðir ólík sjónarmið gagnvart Kárahnjúkavirkjun og telur jákvætt að styðja Ómar í viðleitni sinni við að sýna sem best myndun Hálslóns, enda hefur samstarf Ómars og Landsvirkjunar ætíð verið gott. Minna má á að þegar lagður var hornsteinn að Fljótsdalsstöð síðastliðið vor komu fram óskir andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar undir forystu Andra Snæs Magnasonar um að sjónarmið þeirra færu einnig í blýhólk hornsteinsins og var það gert.

Friðrik Sophusson og Ómar Ragnarsson undirrita samning
Ómar Ragnarsson og Friðrik Sophusson við undirritun samningsins

 

Fréttasafn Prenta