Frétt

Ný stjórn skipuð hjá Landsvirkjun

28. desember 2006

Um áramótin tekur ríkið yfir eignarhlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun.  Samkvæmt lögum sem samþykkt voru nú í desember flyst forræði ríkisins fyrir Landsvirkjun frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti til fjármálaráðuneytis og fyrirtækið verður sameignarfélag í eigu ríkisins og Eignarhluta ehf.

Í samræmi við hin nýju lög var í morgun haldinn aukafundur þar sem skipuð var ný stjórn yfir Landsvirkjun frá áramótum fram til næsta reglulegs aðalfundar sem verður í apríl nk.  Stjórnin verður nú skipuð fimm mönnum í stað sjö áður.

Frá 1. janúar nk. skipa eftirtaldir stjórn Landsvirkjunar:

Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður, Öngulsstöðum
Ágúst Einarsson, prófessor, Seltjarnarnesi
Margrét Sanders, framkvæmdastjóri rekstrar, Reykjanesbæ
Valur Valsson, fyrrverandi bankastjóri, Reykjavík
Jóna Jónsdóttir, viðskiptafræðingur, Akureyri

Varamenn verða:

Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir, bóndi, Egilsstöðum
Sveinn Agnarsson, hagfræðingur, Reykjavík
Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri, Hveragerði
Þórður Sverrisson, forstjóri, Hafnarfirði
Ágústa Björnsdóttir, útibússtjóri, Egilsstöðum

Jóhannes Geir og Ágúst Einarsson voru í stjórn Landsvirkjunar fyrir en úr stjórninni ganga:

Álfheiður Ingadóttir, útgáfustjóri, Reykjavík
Illugi Gunnarsson, hagfræðingur, Reykjavík
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, Akureyri
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi, Reykjavík
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, Reykjavík

 

Fundur eigenda Landsvirkjunar í desember 2006

Á myndinni hér að ofan, sem tekin var á fundinum í morgun, eru frá vinstri: Friðrik Sophusson, Þórhallur Arason, stjórnarformaður Eignarhluta ehf., Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneyti, Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, Örn Marinósson og Þorsteinn Hilmarsson

 

Fréttasafn Prenta