Frétt

Háskólinn á Akureyri og Landsvirkjun undirrita samstarfssamning

8. febrúar 2007

Það verður gert með því að styrkja kennslu og rannsóknir við Háskólann á Akureyri. Árlegt framlag Landsvirkjunar til háskólans nemur einu stöðugildi prófessors og á móti kemur árlegt vinnuframlag Háskólans við rannsóknarverkefni og sérfræðistörf fyrir Landsvirkjun.

Meðal verkefna sem Háskólinn á Akureyri mun vinna á næstunni í tengslum við samninginn eru gerð áhættumats fyrir Landsvirkjun vegna fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda fyrirtækisins á háhitasvæðunum á norðausturlandi undir stjórn Axels Björnssonar og úttekt á grunnvatni og afrennsli grunnvatns frá Þeistareykjum og Gjástykki undir stjórn Hrefnu Kristmannsdóttur. Sú úttekt verður liður í almennu umhverfismati vegna fyrirhugaðra virkjana.

Samstarfssamningur Landsvirkjunar og Háskólans á Akureyri

Á myndinni eru talið frá vinstri: Guðmundur H. Frímannsson, staðgengill rektors Háskólans á Akureyri, Hrefna Kristmannsdóttir, prófessor í jarðhitavísindum við UNAK, en hún gegnir stöðu þeirri sem Landsvirkjun kostar að stórum hluta, Friðrik Sophusson og Axel Björnsson, prófessor í jarðhitavísindum við Háskólann á Akureyri.

 

Fréttasafn Prenta