Frétt

Aðalfundur Samorku ályktar um loftslagsmál

12. febrúar 2007

Í ályktun Samorku um loftslagsmál segir meðal annars:

... hér eru nú um 72% heildarorkunýtingar fengin frá endurnýjanlegum orkugjöfum, og nær 100% ef horft er til raforkuframleiðslu og húshitunar. Útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna nýtingar þessara endurnýjanlegu orkulinda er hverfandi samanborið við brennslu jarðefnaeldsneytis. Þetta hefur alþjóðasamfélagið viðurkennt og með sérstakri samþykkt við svonefnda Kyoto-bókun við loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna var Íslandi heimilað að auka útstreymi vegna einstakra iðjuvera, enda yrðu loftslagsáhrif af starfsemi þessara iðjuvera annars staðar mun meiri en hér á landi.“


Hvert stefnir í orkumálum
Á hádegisfundi í kjölfar aðalfundar Samorku flutti Þorkell Helgason, orkumálastjóri, ávarp. Ávarpið ber yfirskriftina „Orkumál á krossgötum, hvert stefnir? Hvað viljum við?" Í ávarpi sínu gerði Þorkell þær skýrslur sem komið hafa út um orku- og loftslagsmál að umræðuefni sínu og vék að þeim ráðum sem beita má til að leysa vanda heimsins í orkumálum.

Tengingar:
Ályktun Samorku um loftslagsmál >>

Fréttasafn Prenta