Frétt

Fundað um orku náttúru og nytjar á Norðausturlandi

21. febrúar 2007

Báðir fundirnir voru vel sóttir. Dagskrá var hin sama á báðum fundum. Bjarni Bjarnason fór yfir orkumál heimsins og Íslands sérstaklega. Hann dró fram margar áhugaverðar staðreyndir í máli sínu. Árni Gunnarsson gerði grein fyrir stöðu rannsókna á orkusvæðum á NA landi sem nú eru til rannsókna m.t.t. álvers við Húsavík. Edvard G. Guðnason ræddi orkufluttninga, háspennulínur og hugsanlegar flutningsleiðir orkunnar að álveri.

Ragnheiður Ólafsdóttir skýrði fyrir fundarmönnum hugtakið sjálfbærniverkefni og kom með dæmi. Birkir Fanndal flutti annál með ljósmyndum, frá veru sinni við Laxá, Bjarnarflag og Kröflu og hugleiðingu um sögu þessara orkuvera. eftir kaffiveitingar ræddi Bjarni Bjarnason um möguleika fyrirhugaðra virkjana á NA landi og líkindi til að af þeim verði og svaraði loks fyrirspurnum sem fundarmenn beindu til hans.

Í tengslum við fundinn í Mývatnssveit var undirrituð skipulagsskrá fyrir "Umhverfissjóð Mývatnssveitar" Sjóðurinn er stofnaður af Landsvirkjun og er verkefni hans að standa undir kostnaði af landgræðslu og gróðurvernd innan hreppsins. Á undanförnum áratugum hefur LV lagt umtalsvert fé til uppgræðslu á upptakasvæði Krákár í þeim tilgangi að draga úr sandburði í vélar Laxárvirkjunar. Gróðureyðing herjar víðar á athafnasvæðum LV í sveitarfélaginu, t.d. bæði nálægt Kröflu og Bjarnarflagi og því þótti tímabært að stofna formlegan umhverfissjóð en fé til hans er fyrst og fremst framlag LV. Bjarni Bjarnason sagði við undirritunina að álit LV væri það að uppblástur og gróðureyðing væru eitt mesta vandamál þjóðarinnar.

Það var Bjarni Bjarnason sem undirritaði f.h. LV Guðrún María Valgeirsdóttir sveitarstjóri fyrir hönd Skútustaðahrepp og Stefán Skaftason landgræðslufulltrúi f.h. Landgræðslunnar.

Skipulagsskrá fyrir Umhverfissjóð Mývatnssveitar undirrituð

 

Fréttasafn Prenta