Frétt

Landsvirkjun í forystu í alþjóðlegu átaki í báráttu gegn loftslagsbreytingum

21. febrúar 2007

Tilgangur GROCC er að skapa alþjóðlega samstöðu um hvernig bregðast skuli við aukningu gróðurhúsalofts og hlýnandi loftslagi í heiminum, bæði á sviði vísindarannsókna, efnahagsaðgerða og menningar almennt. Starfshópur Landsvirkjunar tók þátt í að semja sameiginlega yfirlýsingu GROCC.

Auk Landsvirkjunar hafa rúmlega 80 fyrirtæki og samtök í heiminum nú skrifað undir  þessa samþykkt og skuldbundið sig til að vinna eftir henni. Fjölmargir leiðtogar á ýmsum sviðum skrifa einnig undir persónulegan stuðning sinn við verkefnið. Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar er einn þeirra. Þá hefur forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, tekið virkan þátt í störfum hringborðsins frá upphafi.

Fylgiskjöl:
Fréttatilkynning GROCC  
The Path to Climate Sustainability  
Tilvitnanir og yfirlýsingar þátttakenda  

Fréttasafn Prenta