Frétt

Vöktun á lífríki Þingvallavatns

4. apríl 2007

Vöktunin mun veita mikilvægar upplýsingar um grunnþætti í lífríki vatnsins sem er nauðsynlegur þáttur í verndun þess.

Markmið vöktunarinnar er að beita samfelldum langtímamælingum svo unnt verði að kortleggja hugsanlegar breytingar á lífríki vatnsins vegna meintra álagsþátta s.s. nýtingar vatns, frárennslis, vatnsmiðlunar eða vegagerðar.

Lífríki Þingvallavatns er fjölskrúðugt og sérstakt. Má nefna sem dæmi að fjölbreytni bleikju í vatninu er einstæð og tvær sérstæðar marflóartegundir fundust fyrst í lindum vatnsins. Þingvellir eru auk þess á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, en á skránni eru menningar- og náttúruminjar sem taldar eru hafa einstakt gildi fyrir heimsbyggðina alla. Árið 2005 samþykkti Alþingi Íslendinga lög um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess.

Helsti kostur samstarfs ofangreindra aðila um vöktun á lífríki Þingvallavatns  er að betur verður fylgst með lykilþáttum lífríkis vatnsins og þannig fæst betri heildaryfirsýn yfir stöðu þess á hverjum tíma. 

Fréttasafn Prenta