Frétt

Samkomulag um Tetra fjarskipti undirritað

17. apríl 2007

Fimmtudaginn 12. apríl undirrituðu Landsnet, Landsvirkjun og RARIK samning við Neyðarlínuna um neyðar- og öryggisfjarskiptaþjónustu,  TETRA. Neyðarlínan mun veita orkufyrirtækjunum fjarskiptaþjónustu á öllum starfsstöðvum fyrirtækjanna og á landssvæðum þar sem rafmagnslínur og veitumannvirki eru staðsett.

Það eru hagsmunir orkufyrirtækjanna að hafa fullkomna og örugga hópfjarskiptaþjónustu til að geta brugðist við og samhæft vinnubrögð almennt og viðbrögð þegar truflun verður á rekstri orkukerfa. Í næsta mánuði verður tekið í notkun uppfært TETRA kerfi sem er af nýjustu kynslóð og fjölgun senda úr 40 í landsdekkandi 150 senda kerfi er langt komin.

 

Undirritun samnings um Tetra fjarskipti
Við undirritun samningsins, talið frá vinstri: Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets,
Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, Tryggvi Þór Haraldsson,
rafmagnsveitustjóri RARIK og Örn Marinósson staðgengill forstjóra Landsvirkjunar.

 

Fréttasafn Prenta