Frétt

Landsvirkjun afhendir Alcoa Fjarðaáli listaverk að gjöf

12. júní 2007

Listaverkið er eftir Vigni Jóhannsson og verður það staðsett í kynningar- og fræðslumiðstöð Fjarðaáls í Reyðarfirði. Vignir lýsir verkinu með eftirfarandi hætti.

Öxulinn í verkinu myndar stór og löng eining með bláu innfelldu gleri. Þessi ás táknar ána sem kemur af hálendinu og fellur niður í Fljótsdalinn. Í miðju verksins er sporöskjulaga hringur sem tveir armar standa út úr. Þessi hringur er tákn snúningsins. Í eða við hringinn eru tvær keilulaga skálar sem tákna orkustöðvarnar tvær, stöðina í Fljótsdalnum og álverið í Reyðarfirði. Við hlið sporöskjunnar eru tvö tímaglös, sem tákna tímann sem vatnið hefur til raforkuframleiðslunnar á meðan það rennur og þess nýtur við.

 

Listaverk eftir Vigni Jóhannsson

 

Fréttasafn Prenta