Frétt

Umhverfisskýrsla raforkuvinnslu Landsvirkjunar komin út

12. júní 2007

Í skýrslunni er auðlindanotkun lýst, meðferð úrgangs sem og losun efna í andrúmsloftið, vatn og jarðveg.

Orkusvið Landsvirkjunar hefur með höndum framleiðslu, sölu og afhendingu á raforku ásamt rekstri og stjórnun viðhalds í aflstöðvum á Sogssvæði, Þjórsársvæði, Mývatnssvæði og Blöndu.  Þessi starfsemi var tekin út og vottuð af Vottun hf. í lok ársins 2006. Í framhaldi af innleiðingu umhverfisstjórnunar á orkusviði samkvæmt ISO 14001 staðlinum er nú unnið að innleiðingu staðalsins innan Landsvirkjunar í heild sinni.

Fyrirtæki sem innleiða umhverfisstjórnun samkvæmt alþjóðastaðlinum ISO-14001 móta sér stefnu á sviði umhverfismála og skoða vandlega hvaða umhverfisáhrif starfsemi fyrirtækisins hefur í för með sér.  Fyrirtækin koma á ákveðnu verklagi til þess að stýra og vakta þýðingarmikil umhverfisáhrif.  Þau setja sér enn fremur markmið um hvernig draga megi úr umhverfisáhrifum starfseminnar, setja upp framkvæmdaáætlun til að ná markmiðunum og tryggja að stöðugt sé unnið að úrbótum.  Þá þurfa starfsmenn að þekkja hvaða lög og reglugerðir á sviði umhverfismála gilda um starfsemi fyrirtækisins.

Viðhengi:
Umhverfisskýrsla raforkuvinnslu Landsvirkjunar 2006

 

Fréttasafn Prenta