Frétt

Tillögur sveitarstjórnar Flóahrepps vegna aðalskipulags

15. júní 2007

Að loknum þeim fundi var gefin út svohljóðandi fréttatilkynning.

Fulltrúar sveitarstjórnar Flóahrepps og Landsvirkjunar hittust á fundi í morgun og ræddu skipulagsmál með tilliti til væntanlegrar kynningar á drögum að aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir íbúum þess.

Viðræðum milli aðila, sem í gangi hafa verið, verður haldið áfram á næstunni um áhrif Urriðafossvirkjunar í Flóahreppi og hvernig við þeim verður brugðist. Í því sambandi er m.a. rætt um samgöngur og ferðaþjónustu á svæðinu, vatnsvernd, lífríki Þjórsár, landnotkun í nágrenni virkjunarinnar og mögulegar mótvægisaðgerðir.

Sveitarstjórn mun halda íbúafund þann 25. júní n.k. þar sem tillögur að aðalskipulagi verða kynntar með og án Urriðafossvirkjunar. Í framhaldi af því er gert ráð fyrir formlegu auglýsingar- og kynningarferli í samræmi við skipulagslög.
 
Það er von viðræðuaðila að sameiginleg niðurstaða fáist sem fyrst um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir og önnur samskipti aðila vegna fyrirhugaðrar Urriðafossvirkjunar.

Þingborg 15. júní 2007

Fréttasafn Prenta