Frétt

Karlakórinn Hreimur í Laxárstöð

23. ágúst 2002

Karlakórinn Hreimur í LaxárstöðLjóst er að vélasalur Laxárvirkjunar III er að breytast í einn vinsælasta tónleikasal á Norðurlandi. Eru þetta þriðju tónleikarnir sem eru haldnir í vélasalnum á þessu ári.

Karlakórinn Hreimur var stofnaður í janúar 1975. Starfssvæði kórsins nær yfir stærstan hluta Þingeyjarsýslu. Hreimur hefur fyrir löngu sett mark sitt á menningarlíf Þingeyjarsýslu og hefur auk þess að koma fram við margvísleg tækifæri á heimaslóð þegar eftir því hefur verið leitað, haldið tónleika víða um land. Þá hefur Hreimur farið í 5 utanlandsferðir, síðast í mars 1999 til Þýskalands.

Aðsóknin að tónleikunum var svo mikil að gilið við Laxárvirkjun var fullt af bílum. Haft var eftir stöðvarstjóranum að hæglega hefði mátt reisa 10 m háa stíflu úr bílunum með annarri uppröðun.

Hreimur í Laxá: Áheyrendur

Hluti af áheyrendaskaranum

Hreimur í Laxá: Bílaflotinn

Bílafloti áheyrenda í gilinu við Laxárvirkjun

 

Fréttasafn Prenta