Frétt

Samráðsfundur Landsvirkjunar 2005

8. apríl 2005
Erindi og tengt efni
Dagskrá samráðsfundarins
Jóhannes Geir Sigurgeirsson
Friðrik Sophusson
Ragnheiður Ólafsdóttir
Eiríkur Svavarsson
Ársskýrsla Landsvirkjunar 2004
Afmælisávörp
Valgerður Sverrisdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Kristján Þór Júlíusson

Á samráðsfundinum fluttu erindi þeir Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður og Friðrik Sophusson, forstjóri. Einnig hélt Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar, erindi um samvinnuverkefni Alcoa og Landsvirkjunar um sjálfbærni á Austurlandi. Þá sagði Eiríkur Svavarsson, yfirmaður viðskiptasamninga á orkusviði Landsvirkjunar, frá útgáfu grænna vottorða.

Afhentir voru 7 námsstyrkir til nemenda í meistaraprófs- og doktorsnámi og orkusviði Landsvirkjunar var formlega afhent gæðavottun. Í tilefni 40 ára afmælis Landsvirkjunar fluttu iðnaðarráðerra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyri afmælisávörp.

Í erindi sínu gerði Jóhannes Geir Sigurgeirsson þekkingariðnað og þekkingarsamfélagið á Íslandi að umræðuefni sínu. Sagði hann að lífskjarabati síðustu ára byggðist öðru fremur á því að þekking hefði verið notuð á skipulegan hátt til nýrrar sóknar í atvinnu- og efnahagslífi.

Jóhannes Geir Sigurgeirsson

Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar

Jóhannes Geir sagði að í gegnum árin hefði Landsvirkjun stuðlað að uppbyggingu á öflugri þekkingarstarfsemi við byggingu virkjana og með rannsóknum á náttúru og vatnafari landsins. Þekkingin sem til verður getur verið dýrmæt í heimi stóraukinna orkuþarfar þar sem nýta þarf alla kosti.

„Þessa möguleika þurfum við að nýta og erum vissulega nú þegar byrjuð á því og má þar nefna verkefni í Grænlandi sem er komið á góðan rekspöl og í Albaníu þar sem unnið er að undirbúningi verkefnis.

Við búum yfir tækni-, verk- og rekstarþekkingu sem þarf til þessara hluta. Við erum hins vegar ekki með bestu þekkingu til að hasla okkur völl í nýju viðskiptaumhverfi. Sú þekking hefur hins vegar byggst upp í öðrum íslenskum fyrirtækjum sem hafa verið að koma sér fyrir á erlendum mörkuðum að undanförnu. Það er mín skoðun að þessir aðilar eigi að samnýta krafta sína í orkuframrás á erlenda markaði. Leiðin getur verið sú að Landsvirkjun , og eftir atvikum önnur orkufyrirtæki, stofni fyrirtæki með þeim sem hafa reynsluna á erlendum vettvangi til þess að vinna á orkusviðinu erlendis,“ sagði Jóhannes Geir Sigurgeirsson í erindi sínu.

 

Fréttasafn Prenta