Frétt

Laust starf - öryggisstjóri

14. október 2002

Öryggisstjóri starfar á skrifstofu gæða- og öryggismála sem er stoðdeild á skrifstofu forstjóra. Meginhlutverkið er að sjá um stefnumótun og uppbyggingu gæða- og öryggismála hjá fyrirtækinu.

Starfssvið

  • Stefnumótun og ráðgjöf við uppbyggingu og þróun almennra öryggismála hjá Landsvirkjun í samvinnu við viðkomandi stjórnendur
  • Skipulagning og umsjón með neyðarstjórnun
  • Tengiliður fyrirtækisins við stofnanir sem öryggis- og vinnuverndarmál heyra undir
  • Vinna að áhættugreiningu í samvinnu við ytri og innri aðila

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Tæknimenntun á háskólastigi
  • Stjórnunarhæfileikar
  • Samskiptahæfileikar
  • Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
  • Góð tungumálakunnátta (enska og Norðurlandamál)

Kostur ef viðkomandi er vel að sér í hugmyndafræði öryggis- og gæða-stjórnunar, hefur reynslu af verk-efnisstjórnun og starfsreynslu úr svipuðu umhverfi.

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um ofangreint starf.

Umsjón með starfinu hafa: Auður Bjarnadóttir og Ásdís Jónsdóttir hjá Mannafli.

Umsóknarfrestur er til og með 27. október n.k.

Fréttasafn Prenta