Frétt

Ísland er ákjósanlegur staður fyrir netþjónabú

5. júlí 2007

Samkvæmt skýrslunni er hrein og endurnýjanleg orka í boði á Íslandi á mjög samkeppnishæfu verði. Í samanburði sem gerður var á staðsetningu netþjónabús á Íslandi, Bandaríkjunum, Bretlandi og Indlandi kom í ljós að rekstrarkostnaður var ódýrastur á Íslandi. Þetta gerir Ísland að ákjósanlegum stað fyrir netþjónabú, ekki síst ef tekið er tillit til þes að þörfin á kælingu er minni á Íslandi vegna hins kalda loftslags. Rannsóknir hafa sýnt að helmingur orkukostnaðar netþjónabúa er vegna kælingar á búnaði. Á Íslandi er aðeins raforka í boði sem unnin er úr umhverfisvænum jarðvarma og vatnsorku og veldur ekki gróðurhúsaáhrifum eins og jarðefnaeldsneyti gerir.

Hægt er að nálgast skýrsluna um netþjónabú á vef Fjárfestingastofu.

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Örn Gunnarsson, deildarstjóri viðskiptaþróunar (gunnargu@lv.is).

Fréttasafn Prenta