Frétt

Banaslys í Fljótsdalsstöð

25. júní 2007
Slysið átti sér stað þegar verið var að hífa stykki milli hæða í stöðvarhúsinu.  Slinkur kom á stykkið við hífinguna og það rakst í manninn, sem missti jafnvægið og féll niður á gólf.  Hann var þegar í stað fluttur til Egilsstaða, þar sem ætlunin var að senda hann áfram flugleiðis til Reykjavíkur, en lést á leiðinni í sjúkrabílnum vegna höfuðáverka og innvortis blæðinga.

Það skal tekið fram að maðurinn var með öryggishjálm þegar slysið átti sér stað.  Samstarfsmönnum hans býðst áfallahjálp í dag.

VA-Tech er þýskt/austurrískt fyrirtæki sem framleiðir og setur niður vélar og rafbúnað í stöðvarhúsinu.

 

Fréttasafn Prenta