Frétt

Úrskurður Skipulagsstofnunar um Sultartangalínu 3

25. júlí 2002

Skipulagsstofnun fellst á á fyrirhugaða byggingu 400 kV Sultartangalínu 3 frá Sultartanga að Brennimel með nokkrum skilyrðum.

  1. Fyrirhuguð vöktun á uppgræðsluaðgerðum á landgræðslusvæðum og við frágang slóða, mastrastæða og náma standi í a.m.k. 10 ár. Vöktun miðist við að uppgræðsluaðgerðir skili tilætluðum árangri og að gripið verði til viðeigandi ráðstafana verði vart við rof á gróðurlendi.
  2. Framkvæmdaraðili afmarki námusvæði nr. 24, 25 og 39 áður en til framkvæmda kemur í samráði við Náttúruvernd ríkisins þannig að gróðurraski á svæðunum verði haldið í lágmarki.
  3. Framkvæmdaraðili meti í samráði við Náttúruvernd ríkisins hvernig efnistöku á eftirfarandi námusvæðum, sem talin eru upp í matsskýrslu og þessum úrskurði, verði best háttað: Námusvæðum nr. 3.1, 8, 9, 9.1a, 9.1b, 9.1c, 11.1, 27, 28, 41, 42A og 42B. Áætlun um efnistöku, sem framkvæmdaraðili leggi fram samkvæmt lögum nr. 44/1999 um náttúruvernd áður en til framkvæmda komi, taki mið af niðurstöðu samráðs um efnistöku úr framangreindum námum.
  4. Fuglafræðingur verði fenginn til að skoða hvernig efnistöku á efnistökusvæðum sem fyrirhugað er að nota verði best háttað m.t.t. áhrifa á fugla. Áætlun um efnistöku, sem framkvæmdaraðili leggi fram samkvæmt lögum nr. 44/1999 um náttúruvernd taki mið af niðurstöðu fuglafræðings.
  5. Slóðagerð vegna línulagnar verði samræmd landnotkunaráformum sveitarfélaga og landeigenda.

Allan úrskurð Skipulagsstofnunar má nálgast á Acrobat formi.

 

Fréttasafn Prenta