Frétt

Aflið í Soginu

18. júní 2002

Hún verður opin síðdegis alla daga í sumar. Á sýningunni er leitast við að gefa óvænt sjónarhorn á samspil mans og náttúru við Sogið og lýst í máli og myndum hvernig uppbygging virkjana við Sogið átti sér stað. Spurt er hvernig sambandi manns og náttúru er háttað. Sýningin þykir um margt óvenjuleg og spila hughrif, hljóð og stemmning stórt hlutverk.

Allir sem koma að Soginu njóta fegurðarinnar og finna um leið aflið í vatnsfallinu og kraftinn í náttúrunni. Sýningin lýsir þess vegna því afli í Soginu sem birtist í lífskrafti náttúrunnar ekki síður en snúningi hverflanna við raforkuframleiðsluna.

Sýningin verður opin alla daga, frá klukkan 13 til 17 virka daga og frá 13 til 18 um helgar.

Fjölmargir unnu að gerð sýningarinnar.

Hönnun sýningar: P & Ó
Tónverk: Sveinn Lúðvík Björnsson.
Segl í fremri sal:
Hönnun P &Ó
Prentun: Big Image, Jóhannes Long
Ljósmyndir: Jóhannes Sturlaugsson, Oddur Sigurðsson

Veggspjöld í innri sal
Hönnun: P & Ó
Texti: Óðinn Jónsson, Þorsteinn Hilmarsson
Ljóð: Ólafur Jóhann Sigurðsson
Prentun: Nón
Lýsing: Páll Ragnarsson

Kvikmynd
Gerð: Spark / Hugsjón
Arkitekt: Ögmundur Skarphéðinsson, Hornsteinar

Verkfræðingar: Guðlaugur Þórarinsson, Guðni Örn Jónsson, Línuhönnun.

Boðskort og sýningarskrá
Hönnun: P & Ó
Texti: Óðinn Jónsson, Þorsteinn Hilmarsson
Prentun: Prentmet

Fréttasafn Prenta