Frétt

Auglýst eftir umsóknum um styrki vegna meistara- eða doktorsverkefna

11. desember 2005
Tengt efni:
Nokkur orð til umsækjenda
Hlutverk og stefna Landsvirkjunar
Umsóknareyðublað
Auglýsing um námsstyrki

Ákveðið hefur verið að verja samtals 3 milljónum króna í námsstyrki á árinu 2006 og verður styrkjum úthlutað í apríl næstkomandi. Hver styrkur verður að lágmarki 400 þúsund krónur.

Markmið með námsstyrkjunum er að efla menntun og hvetja til rannsókna á hinum margvíslegu sviðum sem tengjast starfsemi Landsvirkjunar. Umsækjendur eru sérstaklega hvattir til að kynna sér hina fjölbreyttu starfsemi Landsvirkjunar á vefsíðu fyrirtækisins. Styrkjunum er ætlað að standa undir hluta af kostnaði við lokaverkefni sem hafið er eða munu hefjast á árinu 2006.

Umsækjendur þurfa að leggja fram lýsingu á verkefninu, meðmæli leiðbeinanda og rökstuðning fyrir því að verkefnið tengist starfsemi Landsvirkjunar.

Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, merktum: „NÁMSSTYRKIR LANDSVIRKJUNAR 2006“.

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um styrkveitinguna og starfsemi Landsvirkjunar er að finna í tenglum á þessari síðu undir „Tengt efni“. Fyrirspurnir má senda á netfangið styrkir hjá lv.is. Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2006. Öllum umsóknum verður svarað og farið verður með þær sem trúnaðarmál.

Fimm manna úthlutunarnefnd mun meta styrkumsóknir og velja þau verkefni sem hljóta styrk. Í úthlutunarnefndinni sitja Stefanía Katrín Karlsdóttir, viðskiptafræðingur, Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Hulda Pjetursdóttir, viðskiptafræðingur á fjármálasviði Landsvirkjunar, Bjarni Pálsson verkfræðingur og Hugrún Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri á verkfræði- og framkvæmdasviði Landsvirkjunar.

Fréttasafn Prenta