Frétt

Samráðsfundur Landsvirkjunar 2004

2. apríl 2004

Á samráðsfundinum fluttu erindi þeir Kristján Skarphéðinsson, ráðuheytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður og Friðrik Sophusson, forstjóri.

Einnig héldu Friðrik Már Baldursson, prófessor og Einar Kárason, rithöfundur erindi.

 Samráðsfundur Landsvirkjunar 2004 

Í ávarpi sínu fjallaði Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri um þær breytingar sem framundan eru í orkumálum landsins. Sagði hann að framundan væri annar áfangi rammaáætlunar, en í honum verður einkum hugað að minna þekktum og lítt rannsökuðum virkjanakostum.

Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður gerði m.a. að umtalsefni sínu breytingar á skipan orkumála hér á landi. Sagði hann að við ættum ekki eð horfa á þær breytingar sem við erum að ganga í gegnum núna sem afleiðingar tilskipana frá ESB heldur sem hluta eðlilegri þróun atvinnugreinarinnar. Jóhannes sagði að þetta væri breyting sem færir greinina frá skipulagi þjónustufyrirtækja ríkis og sveitarfélaga til þess búnings sem hæfir undirstöðugrein í einum af höfuðatvinnuvegum þjóðarinnar.

Friðrik Sophusson sagði frá starfsemi Lansdsvirkjunar á síðasta ári í skýrslu sinni. Hagnaður af rekstri á árinu 2003 nam rúmum 1,5 milljörðum króna. Lækkaði hann töluvert frá síðasta ári sem var metár í sögu fyrirtækisins. Þá kom fram að raforkuvinnsla jókst um 1% á síðasta ári. Stafaði aukningin af meiri orkusölu til almenningsveitna. Friðrik sagði að ný raforkulög hefðu þá meginbreytingu í för með sér að skylda Landsvirkjunar til að sjá öllum ætíð fyrir nægu rafmagni er aflétt. Að auku verður flutningssvið Landsvirkjunar gerð að sérstöku dótturfyrirtæki með sjálfstæðri stjórn.

Viðhengi:

Ávarp Kristjáns Skarphéðinssonar
Ræða Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar
Skýrsla Friðriks Sophussonar
Glærur Friðriks Más Baldurssonar
Erindi Einars Kárasonar
Ársskýrsla 2003

 

Fréttasafn Prenta