Frétt

Tækniráðstefna um framkvæmd Kárahnjúkavirkjun í september

28. ágúst 2007

Þar verður fjallað ,,tæknilega" um flesta þætti verkefnisins og fyrirlestarar munu mæla á ensku.   Ráðstefnan er ætluð fagfólki á ýmsum sviðum sem tengjast framkvæmdum af þessu tagi, bæði ofan- og neðanjarðar, meðal annars á sviði rannsóknar, hönnunar og verkfræði. 
Hún er því með öðrum orðum ekki hugsuð sem kynningarfundur um Kárahnjúkavirkjun fyrir almenning!

  • Ráðstefnan stendur yfir í tvo tvo daga á Grand Hóteli í Reykjavík: mánudaginn 17. og þriðjudaginn 18. september frá morgni til kvölds.
  • Gert ráð fyrir kynnisferð um framkvæmdasvæðið á Austurlandi miðvikjudaginn 19. september og að þátttakendur í ferðinni greiði fyrir hana 20.000 krónur á mann.
  • Ekkert skráningargjald verður innheimt af gestum sjálfrar ráðstefnunnar.

Fyrirlesarar verða frá Landsvirkjun og ýmsum fyrirtækjum sem koma við sögu framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun, auk ráðgjafa við tiltekna verkþætti.

Frekari upplýsingar og skráning (fyrir 11. september): Margrét Óskarsdóttir á Landsvirkjun, margreto hjá lv.is, sími: 862 4120.

Viðhengi:
Dagskrá tækniráðstefnu um Kárahnjúkavirkjun  

 

Fréttasafn Prenta