Frétt

Skammtíma orkusamningur Landsvirkjunar og Norðuráls

27. ágúst 2007

Afhending orkunnar, sem hófst fyrr á árinu, stuðlar að því að flýta megi gangsetningu stækkunar Norðuráls sem áformað er að ljúki á árinu.

Norðurál hafði áður samið við Orkuveitu Reykjavíkur um afhendingu orku til þessa áfanga frá nóvember 2008, en þá er gert ráð fyrir að fyrrgreindri orkuafhendingu Landsvirkjunar ljúki.

Að mati Landsvirkjunar og Norðuráls er samningur þessi ákjósanlegt viðskiptatækifæri fyrir bæði fyrirtækin. Gott ástand er um þessar mundir í virkjanakerfi Landsvirkjunar og innrennsli til miðlana í ágætu meðallagi.

 

Orkusamningur við Norðurál undirritaður

Örn Mariónsson, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar (t.v.) og Ragnar Guðmundsson
forstjóri Norðuráls, að lokinni undirritun samningsins.

 

Fréttasafn Prenta