Frétt

Nýtt fréttabréf um virkjanir í neðanverðri Þjórsá

12. september 2007

Fréttabréf um undurbúning framkvæmda 2 tblÍ fréttabréfinu er meðal annars fjallað um nýjar útfærslur á hönnun sem geta leitt til þess að inntakslónin minnka.

Einnig er birt viðtal við Friðrik Sophusson, forstjóra Landsvirkjunar, þar sem hann fer yfir ýmsar hliðar varðandi fyrirhugaðar virkjanir. Friðrik segir meðal annars frá virkjanasögunni við Þjórsá, hann nefnir að gott samstarf sé við heimamenn og segir að mótvægisaðgerða sé leitað við útfærslur á fyrirhuguðum framkvæmdum.

Einnig er í fréttabréfinu grein um hönnun fyrirhugaðra virkjana og öryggismat þeirra og frétt um samráðsfund Landsvirkjunar og fulltrúa sveitarfélaga sem liggja að neðanverðri Þjórsá.

Lesa annað tölublað 2007 (PDF, 0,4 MB)

Vefur virkjana í Þjórsá www.thjorsa.is >>

Fréttasafn Prenta