Frétt

Hálslón orðið vel sýnilegt á gervihnattamyndum

9. október 2007

Öll stærstu vötn og uppistöðulón landsins eru vel greinileg á þessari mynd. Sjá má Þingvallavatn og Þórisvatn, sem og uppistöðulón Landsvirkjunar á hálendinu sunnan jökla. Norðan jökla sést Blöndulón, Mývatn og Öskjuvatn auk Hálslóns og Lagafljóts.

Vatnshæð Hálslóns er nú 623,64 metrar og vantar því tæplega 1,5 metra þar til lónið fyllist í 625 metrum.

Gervihnattarmynd Ísland 7. okt 2007

Myndin var tekin af AQUA gervihnetti Bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Hlutverk AQUA gervihnattarins er að fylgjast með vatnsbúskap jarðarinnar. Ýmis háþróuð tæki í gervihnettinum eru í stakk búin til þess að mæla uppgufun frá úthöfum vatnsgufur í andrúmsloftinu, skýjafar, úrkomu, rakastig í jarðvegi, hafís og jökla og snjóþekju.

Frummyndin hjá NASA >> 

 

Fréttasafn Prenta