Frétt

Geysir Green Energy kaupir hlut Landsvirkjunar í Enex

12. október 2007

Enex er leiðandi fyrirtæki í þróun jarðvarmaverkefna og vinnur nú að byggingu jarðvarmavirkjana í Evrópu, Bandaríkjunum, Mið Ameríku og Kína.

Eftir kaupin á GGE um 70% í Enex og eftir fyrirhugaðan samruna Reykjavik Energy Invest (REI) og GGE mun sameinað félag ráða yfir um 97% hlutafjár í Enex. Stefnt er að því að samþætta starfsemi Enex við sameinað félag GGE og REI.

Kaupverð hlutar Landsvirkjunar er 996 milljónir króna og að helmingshlut greiddur í reiðufé og helmingur með hlutafé í Geysi Green Energy. Við fyrirhugaðan samruna GEE og REI mun Landsvirkjun eignast hlut í REI á genginu 2,77, sem jafngildir helming af kaupverðinu. Landsvirkjun hefur síðan rétt til að selja bréf sín í REI eftir sex mánuði á sama gengi. Eins og áður hefur verið tilkynnt er sá samruni háður ákveðnum skilyrðum, m.a. samþykki samkeppnisyfirvalda. Ef skilyrði samrunans eru ekki uppfyllt munu seljendur fá söluverðið greitt að fullu í reiðufé.

Þá hefur GGE einnig keypt 2% hlut Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen í félaginu.

Fréttasafn Prenta