Frétt

Rafmagnsframleiðsla Kárahnjúkavirkjunar hafin

5. nóvember 2007

Prófanir hafa staðið yfir á vélunum frá því 5. ágúst og notað til þess jarðvatn sem rann inn í göngin og safnað var í neðsta hluta þeirra til að mynda nægjanlegan þrýsting í kerfinu. Í prófunarferlinu hefur af og til verið framleidd raforka fyrir landskerfið, alls um 5.100 gígawattstundir (Gwh) til dagsins í dag.

Í dag var vél 2 keyrð upp í 100 megavött og hún tengd landsnetinu. Á meðan var dregið úr framleiðslu Blönduvirkjunar og Sigölduvirkjunar til að halda jafnvægi í kerfinu. Á morgun, þriðjudag, er gert ráð fyrir lokaprófun á vél 2 og síðan verður hún útskrifuð til orkuframleiðslu. Næst verður vél 3 prófuð á sama hátt og síðan koll af kolli.

Nánari upplýsingar um Kárahnjúkavirkjun og Fljótsdalsstöð má fá á vef Kárahnjúkavirkjunar.


Opna vef Kárahnjúkavirkjunar >>

 

Fréttasafn Prenta