Frétt

Landsvirkjun tekur upp Bandaríkjadollar sem starfrækslumynt

9. nóvember 2007

Landsvirkjun þarf lögum samkvæmt að taka upp alþjóðlega reikningsskilastaðla frá og með árinu 2007 vegna þess að skuldabréf fyrirtækisins eru skráð á markaði bæði hérlendis og í Luxemburg.

Ákvörðun um starfrækslugjaldmiðil er einn af grundvallarþáttum innleiðingar á reikningsskilastöðlunum. Ákvörðunin er ekki valkvæð heldur eru í staðlinum leiðbeiningar um hvað liggja skuli til grundvallar á vali starfrækslugjaldmiðilsins.

Árið 2008 verður fyrsta fulla starfsár Fjarðaáls á Reyðarfirði sem hefur þau áhrif að hlutur Bandaríkjadollars verður ráðandi í tekjusamsetningu fyrirtækisins.  Hlutur Bandaríkjadollara í gjöldum fyrirtækisins er einnig verulegur.  Því er sýnt að fyrirtækið verður frá og með næsta ári háðara Bandaríkjadollara en íslenskri krónu í rekstri sínum.

Ákvörðun um að taka upp Bandaríkjadollar sem starfrækslumynt snýst um bókhald og reikningsskil Landsvirkjunar.  Fyrirtækið mun eftir sem áður sinna sínum viðskiptum á innlendum heildsölumarkaði í krónum eins og verið hefur.

Viðhengi
Starfrækslumynt Landsvirkjunar - Glærur Stefáns Péturssonar 
Starfrækslumynt Landsvirkjunar - Glærur Reynis Gylfasonar

 

Fréttasafn Prenta