Frétt

Styrkir til rannsókna á orku- og umhverfismálum

9. nóvember 2007

Markmið sjóðsins er að veita styrki til námsmanna, rannsóknarverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Styrkveitingar sjóðsins miða að því að gera fjárframlög Landsvirkjunar til rannsókna skilvirkari og sýnilegri, og tryggja að þær rannsóknir sem sjóðurinn styrkir samrýmist umhverfisstefnu Landsvirkjunar.

Styrkveitingar sjóðsins falla í þrjá flokka:

  • Almennar virkjunarrannsóknir
  • Rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála 
  • Styrki til nemenda í meistara- eða doktorsnámi.

Að þessu sinni er auglýst eftir umsóknum í eftirfarandi flokkum:

Rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála
Almenn rannsóknarverkefni á sviði umhverfis og orkumála. Styrkir eru veittir til hluta þess kostnaðar sem hlýst af vinnu sérfræðinga, þátttöku meistara- og doktorsnema, og öðrum útgjöldum.

Styrkir til nemenda í meistara- eða doktorsnámi
Styrkir til efnilegra nemenda sem áforma eða stunda meistara- eða doktorsnám á sviði umhverfis- eða orkumála.

Í þessari úthlutun eru í heild allt að 50 m.kr. til ráðstöfunar, allt að 40 m.kr. til rannsóknarverkefna á sviði umhverfis- og orkumála, og allt að 10 m.kr. til styrkja fyrir 10 – 20 nemendur í meistara- og doktorsnámi.

Usækjendur þurfa að leggja fram lýsingu á rannsóknarverkefni sínu, og rökstuðning fyrir því að verkefnið tengist markmiðum sjóðsins. Tengingar við umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um þau gögn sem fylgja eiga umsókn er að finna hér á þessari síðu.

Fyrirspurnir má senda á netfangið orkurannsoknasjodur hjá lv.is. Umsóknarfrestur er til 21. desember 2007. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.

Viðhengi:
Úthlutunarreglur sjóðsins
Stofnskrá sjóðsins
Auglýsing úr fjölmiðlum

Tengingar:
Frétt um stofnun Orkurannsóknasjóðs á vef Landsvirkjunar >> 

Fréttasafn Prenta