Frétt

Formleg gangsetning Kárahnjúkavirkjunar

30. nóvember 2007

Fljótsdalsstöð í september 2007Gagnvirk útsending verður á milli Reykjavíkur og Fljótsdalsstöðvar með fjarfundabúnaði. Í Reykjavík mun Páll Magnússon, formaður stjórnar Landsvirkjunar, bjóða gesti velkomna, iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, ávarpar gesti og Guðmundur Pétursson, verkefnisstjóri, lýsir mannvirkjunum.

Við athöfnina sem verður á Hilton Hotel Nordica munu Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra og Árni Mathiesen, fjármálaráðherra ræsa vélar 5 og 6 í Fljótsdalsstöð.

Á meðal fjölmargra þátttakenda í Fljótsdalsstöð verða þau Georg Pálsson, stöðvarstjóri Fljótsdalsstöðvar og Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps.

Fréttasafn Prenta