Frétt

Kárahnjúkavirkjun formlega gangsett

30. nóvember 2007

Alls eru fimm vélar af sex komnar í rekstur til orkuframleiðslu. Ein vél er varavél og hún verður rekstrarhæf fljótlega.

Gangsetningarathöfnin var í Fljótsdalsstöð, eins og ráð var fyrir gert, en vegna óveðurs og óvissu um innanlandsflug var ákveðið að hafa hana að hluta á Nordica hótelinu. Ávörp fluttu fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps og Páll Magnússon, stjórnarformaður Landsvirkjunar. Guðmundur Pétursson yfirverkefnisstjóri lýsti mannvirkjum

Í sameiningu gangsettu iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson og Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra vél 6 í Fljótsdalsstöð með því að gefa fyrirmæli um það í fjarfundabúnaði til þeirra Georgs Þórs Pálssonar, stöðvarstjóra Fljótsdalsstöðvar og Árna Benediktssonar, verkefnisstjóra véla- pg rafbúnaðar. Gestir á Nordica hóteli fylgdust með því á sjónvarpsskjám sem gerðist eystra og gestir í Fljótsdal fylgdust á sama hátt með því á sjónvarpsskjám sem gerðist syðra.

Árni Mathiesen og Össur Skarphéðinsson gangsetja Kárahnjúkavirkjun

Þeir Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og Össur Skarphéðinson, iðnaðarráðherra gefa
fyrirmæli um gangsetningu vélar 6 í Fljótsdalsstöð og tengingu hennar við raforkukerfið.
Guðmundur Pétursson, verkefnisstjóri Kárahnjúkavirkjunar, fylgist með.

 

Fréttasafn Prenta