Frétt

Sumarvinna unglinga 2007

16. mars 2007

Starfsmenn í sumarvinnu við gróðursetninguUmsóknarfresturinn er útrunninn. Verið er að vinna úr starfsumsóknum og verður haft samband við umsækjendur á næstu vikum.

Tekið var við umsóknum í almenn sumarvinnustörf frá þeim sem fæddir eru 1987 til 1991 að báðum árum meðtöldum. Fyrir störf við Blönduvirkjun var aðeins tekið við umsóknum frá þeim sem fæddir eru 1988 til 1991. Frestur til að skila umsóknum um almenna sumarvinnu var til og með 28. febrúar 2007, en háskólanemar gátu lagt inn umsóknir til 15. mars.

Þeir sem eldri eru gátu sótt um ýmis störf sem tengjast ákveðnu námi á háskólastigi eða við ýmiss konar afleysingar en þau störf eru mun færri heldur en bjóðast í almennri sumarvinnu, og möguleikar til slíkra starfa því fremur litlir.

Ef óskað er eftir störfum hjá Landsneti þarf að leggja inn umsóknir um störf hjá Landsneti. Það gildir jafnt um unglinga sem háskólanema.

 

Fréttasafn Prenta