Frétt

Landsvirkjun fær tvær vetnisbifreiðar afhentar

4. desember 2007

Þessi áfangi markar jafnframt upphaf á nýju vistverkefni sem VistOrka og Íslensk NýOrka standa að og kallað er SMART-H2 (Sustainable Marine and Road Transport, Hydrogen in Iceland). Markmið SMART-H2 er að koma 25-40 vetnisbílum í umferð hérlendis fyrir árslok 2009.

Við enduropnun vetnisstöðvarinnar voru tíu vetnisbifreiðar afhentir nýjum eigendum. Bílarnir eru allir af gerðinni Toyota Prius en fyrir var á götunni einn efnarafalsbíll af gerðinni Mercedes Benz. Sá bíll er í sameiginlegri umsjá Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur. Toyota Prius bifreiðarnar voru smíðaðir af Toyota en var síðan breytt í vetnistvinnbíla af fyrirtækinu Quantum í Kaliforníu.

Af þessum tíu bílum fékk Landsvirkjun tvo bíla til eignar og umráða og á myndinni hér fyrir neðan sést Bjarni Bjarnason framkvæmdastjóri orkusviðs og formaður stjórnar Íslenskrar Nýorku afhenda þeim Hallvarði Sigurjónssyni og Kjartani Viðarssyni lyklana að nýju bílunum. Verður annar bíllinn strax tekinn í þjónustu hjá Landsvirkjun og leysir af hólmi eldri bensínbifreið.
 
Hin bifreiðin verður fyrst um sinn í reynsluakstri á meðal starfsmanna en sá bíll verður einnig tekinn í almenna notkun hjá Landsvirkjun. Það verður áhugavert að fygjast með þessu verkefni og hvernig reynsla verður af þessum bílum. Umsjónarmaður með þessu verki fyrir hönd Landsvirkjunar er Kjartan Viðarsson.
 

Jón Björn Skúlason og Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, tekur breytta vetnisstöð formlega í
notkun með því að setja vetni á einn af tíu nýja venisbíla.

Bjarni Bjarnason afhendir vetnisbíla
Bjarni Bjarnason, framkvæmdastjóri orkusviðs Landsvirkjunar og formaður stjórnar
Íslenskrar Nýorku, afhendir þeim Hallvarði Sigurjónssyni, og
Viðari Kjartanssyni bílana til umráða.

 
 

Fréttasafn Prenta