Frétt

Þeistareykir ehf. leggja fram drög að tillögu að matsáætlun

7. desember 2007

Jarðhitasvæðið á Þeistareykjum er talið vera eitt af þremur stærstu jarðhitasvæðum á Norðurlandi eystra. Þeistareykir ehf. var stofnað í apríl 1999. Stofnaðilar eru orkufyrirtækin Orkuveita Húsavíkur, Hita- og Vatnsveita Akureyrar (nú Norðurorka) ásamt Aðaldælahreppi og Reykdælahreppi. Haustið 2005 eignaðist Landsvirkjun um 32% í fyrirtækinu.

Þeistareykir ehf. fyrirhuga að reisa allt að 150 MWe jarðgufuvirkjun á Þeistareykjum í Aðaldælahreppi í Þingeyjarsýslu. Framkvæmdin er matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Skýrslan með drögum að tillögu að matsáætlun er kynnt á vefnum www.theistareykir.is. Frestur til að skila athugasemdum er til 21.12. 2007.

Fréttasafn Prenta