Frétt

Nýtt fréttabréf um virkjanir í Þjórsá

12. desember 2007

Forsíða 3. tbl. fréttabréfs um virkjanir í ÞjórsáÍ fréttabréfinu er rætt um lækkun Heiðarlóns við Kristján Má Sigurjónsson, verkefnisstjóra hjá VST. Hann segir að hönnun nýju virkjananna í Þjórsá miði vel áfram. Meðal annars er unnið að nokkrum breytingum sem draga úr stærð Heiðarlóns ofan Urriðafoss.

Í grein um orkusölu frá fyrirhuguðum virkjunum kemur fram að Landsvirkjun hafi í haust átt könnunarviðræður við fyrirtæki sem vilja byggja upp starfsemi á Suður- og Vesturlandi, og hafa áhuga á raforkukaupum. Í kjölfar þeirra viðræðna hefur verið undirrituð viljayfirlýsing um formlegar samningaviðræður við Verne Holdings sem nú standa yfir. Um er að ræða sölu á 50-80 MW að afli til netþjónabús á Keflavíkurvelli. Þá er einnig til skoðunar að selja rafmagn til fyrirtækis sem hyggur á hreinsun á kísil fyrir sólarhlöð en hugsanlegt er að sú starfsemi yrði í Þorlákshöfn.

Lesa annað tölublað 2007

Sjá einnig: Vefur nýrra virkjana í Þjórsá >> 

 

 

Fréttasafn Prenta