Frétt

Viðræður Landsvirkjunar og Becromal á Íslandi hf um byggingu hreinkísilverksmiðju í Þorlákshöfn

18. desember 2007

Jafnframt mun Becromal vinna að hagkvæmniathugun á verkefninu. Um er að ræða verksmiðju sem notar af rafmagni allt að 150 MW og um 1.300 GWst á ári. Ef samningar takast er ráðgert að verksmiðjan verði byggð í Þorlákshöfn og fái rafmagn frá nýjum virkjunum í Þjórsá. Gert er ráð fyrir að starfræksla hefjist á árinu 2009 og allt að 400 ársstörf verði unnin í verksmiðjunni. Hreinkísill er notaður í sólarrafala og framleiðsla þess hefur engin skaðlegan úrgangsefni né útblástur í för með sér.

Nú í sumar undirrituðu Landsvirkjun og Becromal á Íslandi rafmagnssamning vegna raforkukaupa Becromal fyrir rafþynnuverksmiðju á Akureyri þar sem starfa munu um 70 manns og taka mun til starfa á næsta ári.

Fréttasafn Prenta