Frétt

Landsvirkjun gefur út skuldabréf í USD og JPY á mjög hagstæðum kjörum

8. febrúar 2008
Lánstíminn á USD skuldabréfinu er 10 ár og umsjónaraðili útgáfunnar er þýski bankinn Depfa.  Lánstíminn á JPY skuldabréfinu er 3 ár og umsjónaraðili er japanski bankinn Mizuho International.  Kjörin á þessum útgáfum jafngilda USD Libor að viðbættu 15-20 punkta álagi.
 
Aðstæður á lánamörkuðum hafa almennt ekki verið hagstæðar frá því í ágúst sl. þegar áhrifa af bandarísku húsnæðislánakreppunni fór að gæta.  Fjármálafyrirtæki hafa þurft að afskrifa töluverðar fjárhæðir og erfiðleikar í bandaríska hagkerfinu hafa teygt anga sína yfir á aðra markaði.  Í kjölfarið hefur mikil áhættufælni ríkt á mörkuðum og fjárfestar hafa haldið að sér höndum.
 
Þrátt fyrir þessi óhagstæðu ytri skilyrði gaf Landsvirkjun út skuldabréf, eins og áður sagði, á mjög hagstæðum kjörum sem eru langt undir því skuldatryggingarálagi sem íslenskir aðilar búa nú við á erlendum lánamörkuðum.  Fjármögnun ársins 2008 fer því afar vel af stað.
 
Heildarfjárþörf fyrirtækisins fyrir árið 2008 er um 600 milljónir USD.  Eftir þessar lántökur hefur Landsvirkjun öruggt lausafé út árið 2009 eða í 24 mánuði.
 
Nánari upplýsingar veitir Davíð Ólafur Ingimarsson, yfirmaður lánamála í síma 515-9233, netfang: davidi hjá lv.is.

Fréttasafn Prenta