Frétt

Fjárhagsleg tilboð í hönnun virkjana í Þjórsá opnuð

15. mars 2007

Verkefnið samkvæmt útboðsgögnunum felur í sér ráðgjafarþjónustu vegna þriggja virkjana í Neðri-Þjórsá, Hvammsvirkjunar, Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar, þ.e. hönnun virkjananna fyrir útboð, gerð útboðsgagna og lokahönnun ásamt aðstoð á byggingartíma virkjananna.

Útboð á ráðgjafarþjónustu fyrir Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í Neðri Þjórsá var auglýst í dagblöðum sunnudaginn 17. desember 2006.

Útboðið er gæða- og kostnaðargrundað útboð, sem á ensku hefur verið kallað “Quality- and Cost-Based Selection – QCBS”. Í því felst að bjóðendur skila inn annars vegar lýsingu á tæknilegum atriðum varðandi reynslu, hæfni, mannafla og fyrirhuguð tök á verkefninu sem lýst er í útboðsgögnunum, og hins vegar tilboði um kostnað, hvoru um sig í sér umslagi.  Tæknilegur hluti tilboða gildir 80 % og kostnaðar hluti 20 %.

Tæknilegu tilboðin voru opnuð í viðurvist matsnefndar 15. febrúar en innkaupadeild Landsvirkjunar tók fjárhagslegu tilboðin í sína vörslu þangað til þau yrðu opnuð að loknu mati á tæknilegu tilboðunum.

Mat á tilboðunum

Matsferill
Skipuð var nefnd, matsnefnd, til þess að fara yfir og meta tilboðin samkvæmt ákvæðum í útboðsgögnunum.

Í eftirfarandi töflu er yfirlit um tilboðsfjárhæðir, umreiknaðar í íslenska mynt þar sem það á við, meðaltal stiga sem matsnefnd gaf fyrir tæknilega hluta tilboðanna og reiknuð stig fyrir fjárhagslega hluta tilboðanna að teknu tilliti til niðurstöðu sérfræðingahópsins. Loks eru heildarstig fyrir hvert tilboð reiknað samkvæmt reglum útboðsgagnanna.

Bjóðandi 

Tilboðs-
fjárhæð
ISK 

Tæknnileg
stig 

Fjárhagsleg
stig 

Heildar-
stig

LMN Joint Venture (Línuhönnun hf, Mott MacDonald Limited og Norconsult AS).

1.435.363.643

95,40

91,32

94,58

Lower Thjorsa Engineering Joint Venture, (Almenna verkfræðistofan hf., Lahmeyer International og Rafhönnun hf.)

 1.874.914.348

 97,82

 72,47

 92,75

VST hf, VGK-Hönnun hf og Rafteikning hf.

 1.372.359.500

 99,80

 100

 99,84

 
Tilboð VST hf, VGK-Hönnunar hf og Rafteikningar hf. fær hæstu einkunn fyrir tæknilega hluta tilboðsins og er auk þess með lægsta verðið og er því með hagstæðasta tilboðið fyrir Landsvirkjun, með heildareinkun 99.84.

Opnun fjárhagslegra tilboða í hönnun virkjana

Fulltrúar bjóðenda voru viðstaddir er fjárhagslegu tilboðin voru opnuð

 

Fréttasafn Prenta