Frétt

Virkjunarstæði í Þjórsá, fyrir og eftir virkjun

8. mars 2007

Nokkur umræða hefur skapast um umhverfisáhrif þeirra virkjana sem fyrirhugaðar eru í neðri hluta Þjórsár. Samanlagt verða þau þrjú lón sem myndast um 21 ferkílómetri að stærð. 80% lónanna verða í núverandi farvegi Þjórsár. Á meðfylgjandi myndum má sjá stærð þeirra lóna sem myndast við virkjanastæðin.

Virkjanirnar þrjár munu nýta þá vatnsmiðlun sem þegar er til staðar á hálendinu í Þjórsá og Tungnaá. Þar sem lónin eru inntakslón en ekki miðlunarlón verður vatnsborðið í þeim stöðugt. Líkja má samanlagðri stærð lónanna við Sultartangalón.

Hagalón við Hvammsvirkjun 4,5 km²
Árneslón við Holtavirkjun 4,5 km²
Heiðarlón við Urriðafossvirkjun 12,5 km²

Smellið á myndirnar til þess að sjá þær í fullri stærð. Einnig má opna meðfylgjandi PDF skjal til þess að sjá samanburðinn.

Opna PDF skjal >>

 

 Virkjunarstæðið við Hvamm fyrir virkjun  Virkjunarstæðið við Hvamm eftir virkjun
   
 Virkjunarstæði Holtavirkjunar fyrir virkjun  Virkjunarstæði Holtavirkjunar eftir virkjun
   
Virkjunarstæði Urriðafossvirkjunar fyrir virkjun Virkjunarstæði Urriðafossvirkjunar eftir virkjun
   

 

 

Fréttasafn Prenta