Frétt

Greint frá virkjunum í Neðri-Þjórsá í nýju fréttabréfi

14. desember 2006

Fréttabréf um virkjanir í Þjórsá 1. tblLandsvirkjun hefur um nokkurra ára skeið unnið að undirbúningi virkjana í Neðri-Þjórsá. Þar er fyrirhugað að reisa þrjár virkjanir til að nýta fallið í ánni. Efsta virkjunin er nefnd Hvammsvirkjun, síðan kemur Holtavirkjun og neðsta virkjunin er nefnd Urriðafossvirkjun.

Í nýja fréttabréfinu er m.a. greint frá mati á umhverfisáhrifum vegna virkjananna og gerð aðalskipulags viðkomandi sveitarfélaga. Þá er sagt frá undirbúningsrannsóknum og fjallað um vinnu við gerð samninga við landeigendur og Alcan.

Fréttabréfið er sent á öll heimili í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Rangárþingi Ytra, Ásahreppi og Flóahreppi.

Viðhengi:
Frettabréf um virkjanir í Þjórsá

Fréttasafn Prenta