Frétt

Stjórnun upplýsingaöryggis vottuð hjá Landsvirkjun

14. mars 2008
Það var Árni H. Kristinsson framkvæmdastjóri BSI á Íslandi sem afhenti Bergi Jónssyni, framkvæmdastjóra upplýsingasiðs Landsvirkjunar vottunarskjalið.
 
Vottunin staðfestir að Landsvirkjun hefur byggt upp og starfrækir virkt stjórnkerfi upplýsingaöryggis. Í því felst meðal annars að gert hefur verið áhættumat á upplýsingakerfum og beitt er kerfisbundunm aðferðum til að lágmarka áhættu. Landsvirkjun hefur sett sér stefnu í upplýsingaöryggismálum ásamt verklagi við rekstur upplýsingakerfa. Á grundvelli stjórnkerfisins eru sett markmið og árangur mældur við  stjórnun  upplýsingaöryggis. Þess má geta að Landsvirkjun er vottuð samkvæmt gæðastjórnunarstaðlinum ISO 9001 og hlaut íslensku gæðaverðlaunin 2007.  Þá er raforkuframleiðsla fyrirtækisins vottuð samkvæmt umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001.
 
Upplýsingar og upplýsingakerfi verða æ mikilvægari í rekstri Landsvirkjunar. Orkufyrirtæki hafa auk þess þá sérstöðu að framleiðsluvara þeirra, raforkan, er undirstaða nútíma þjóðfélags, þar með talið vörslu upplýsinga og gagnavinnslu. Það er því mikilvægt fyrir viðskiptavini Landsvirkjunar að geta treyst að viðhöfð séu vönduð og viðurkennd vinnubrögð. Landsvirkjun er 10 aðilinn á Íslandi sem hlýtur vottun samkvæmt ISO 27001 staðlinum en þeir sem fyrir eru starfa einkum á sviði upplýsingatækni og fjármála.
 
  Tekið við vottunarskjali frá BSI á Íslandi 
Bergur Jónsson, framkvæmdastjóri upplýsingasviðs tekur við
vottunarskjali úr hendi Árna H. Kristinssonar.
 

Fréttasafn Prenta