Frétt

Landsvirkjun færir sjúkrahúsinu á Egilsstöðum vararafstöð

3. apríl 2008
Óvenju mikið hefur verið um rafmagnsleysi vegna bilana á Austurlandi sl. ár. Á sjúkrahúsum Heilbrigðisstofnunar Austurlands, þ.e. Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað og sjúkrahúsunum á Egilsstöðum og í Seyðisfirði eru engar vararafstöðvar. Í desember fór rafmagn ítrekað af Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað og í einu tilfelli þegar bráðaaðgerð var að hefjast og lá við mannskaða.
 
Í kjölfar frétta um þessi atvik og óviðunandi öryggi sjúklinga og starfsemi Heilbrigðisstofnunar Austurlands bauðst Landsvirkjun til að gefa stofnuninni 140 kW díselrafstöð með öllum búnaði sem Landsvirkjun átti og hentar fyrir sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Stofnunin þáði þessa höfðinglegu gjöf með þökkum.
 
Miðvikudaginn 2. apríl afhenti Landsvirkjun rafstöðina við sjúkrahúsið á Egilsstöðum, þar sem hún verður sett upp og prufukeyrð innan tíðar. Auk þess að veita sjúklingum og starfsmönnum aukið öryggi þjónar rafstöðin miðlægu tölvuneti HSA, en allir gagnaflutningur og samskipti fara um netþjóna stofnunarinnar á Egilsstöðum.
 

Vararafstöð til Egilsstaða

Vararaflstöðin flutt að sjúkrahúsinu á Egilsstöðum

Fréttasafn Prenta