Frétt

Annar af tveimur spennum í Sultartangastöð enn bilaður

5. maí 2008
Umrædd spóla sem lokið var við að smíða í byrjun síðasta mánaðar í Frakklandi varð fyrir hnjaski í flutningum á leið til landsins. Vonir stóðu til að spólan væri engu að síður nothæf og hægt yrði að taka spenninn í rekstur. Því miður reyndust þær vonir ekki raunhæfar.
 
Áætlað er að það taki nokkra mánuði að framleiða nýja spólu og þar með dregst fram á haust að seinni 60 MW vélasamstæða Sultartangastöðvar komist í rekstur. Ekki á að koma til skerðingar á orkuafhendingu vegna þessa en bilunin mun seinka ráðgerðu viðhaldi í aflstöðvum Landsvirkjunar í sumar.

 

Fréttasafn Prenta