Frétt

Auglýst "Fræðaþing um Urriðafossvirkjun" vekur furðu

5. maí 2008
Það vekur athygli að fjallað verður um jarðskjálfta og væntanlega áhrif þeirra á virkjunina. Hvorki hönnuðinum né þeim sem unnu áhættumat vegna hennar er boðið að kynna sín sjónarmið.

Fjallað verður um lífríki Þjórsár og laxveiði en fulltrúa Veiðimálastofnunar sem unnið hefur viðamiklar rannsóknir á þessu efni er ekki boðin þátttaka.

Þá flytur þarna erindi lögfræðingur sem stendur að stjórnsýslukæru á hendur Flóahreppi og Landsvirkjun sem er til meðferðar hjá stjórnvöldum. Ekki er tímabært að málsaðilar standi að umræðum um það efni nú.
 
Landsvirkjun telur fund þennan ekki heppilegan vettvang til að koma á framfæri upplýsingum um Urriðafossvirkjun. Fyrirtækið hefur haldið margar kynningar á virkjuninni á Suðurlandi og heldur þar úti fréttablaði um virkjanir í Þjórsá. Þá hefur fyrirtækið sett upp vefsíðuna www.thjorsa.is þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um áform fyrirtækisins. Landsvirkjun mun hér eftir sem hingað til kappkosta að gefa sem gleggstar upplýsingar um virkjanir í Þjórsá.

Fréttasafn Prenta