Frétt

Drög að tillögu að matsáætlun vegna Kröfluvirkjunar II

10. maí 2008
Framkvæmdin er matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br. 
 
Í þessum drögum að tillögum að matsáætlun er fyrirhugaðri framkvæmd og framkvæmdasvæði lýst. Fjallað er um þá umhverfisþætti sem teknir verða fyrir í matinu. Jafnframt er tilgreint hvaða gögn eru fyrir hendi sem nýtt verða við matið og hvaða rannsóknir standa yfir eða fyrirhugað er að ráðast í vegna mats á umhverfisáhrifum.
 
Hér á vef Landsvirkjunar undir Orka og umhverfi >> Mat á umhverfisáhrifum, er sérstök síða þar sem fjallað er um matsferlið. Þar má nálgast drög að tillögu að matsáætlun. 
 
Vinsamlegast beinið fyrirspurnum, athugasemdum og ábendingum við drög að tillögu að matsáætlun til Alberts Guðmundssonar á netfangið albert hjá lvp.is með afriti til Auðar Andrésdóttur, Mannviti hf., á netfangið audur hjá mannvit.is. Frestur til að gera athugasemdir er til 28. maí 2008.

Fréttasafn Prenta