Frétt

Landsvirkjun frestar fullri hækkun á heildsöluverðskrá rafmagns

3. júní 2008
Í heildsölusamningum Landsvirkjunar til 7 og 12 ára og grunnorkusamningum við viðskiptavini er kveðið á um að samningsbundið verð geti tekið breytingum til samræmis við vísitölu neysluverðs einu sinni á ári og er í því sambandi miðað við júní ár hvert. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands næmi slík hækkun tæpum 12% að þessu sinni.
 
Landsvirkjun hefur ákveðið að samningsbundið verð heildsölu- og grunnorkusamninga hækki um 6%. Hækkunin nemur rúmlega helmingi þess sem heimild er fyrir skv. ofangreindum samningum og kemur hún til framkvæmdar þann 1. júlí nk.
 
Verð á ótryggðri orku hækkar þó til samræmis við breytingu á vísitölu neysluverðs.
 
Verðmyndun á rafmagni til almennings án vsk.
Landsvirkjun hefur látið taka saman upplýsingar um hvernig verðmyndun á meðal rafmagnsreikningi til almennings án virðisaukaskatts er háttað. Þar kemur m.a. fram að þáttur vinnsluaðila er 34% af meðal rafmagnsreikningi almennings.
 
Landsvirkjun er ekki starfandi á smásölumarkaði með raforku en vinnur rafmagn fyrir almenningsmarkaðinn sem selt er í heildsölu til þeirra sem stunda smásölu.
 
Meðfylgjandi mynd sýnir verðmyndun á smásölumarkaði með raforku til almennings.
 
Verðmyndun á rafmagni á smásölumarkaði
 
Verð miðað við almennan taxta og heimilisnotkun uppá 4500 kWst. á ári.
(Heimild: Verkfræðiskrifstofan Afl, maí 2008)
 
 

Fréttasafn Prenta